X
Akstursbann

17.is býður upp á vönduð námskeið fyrir handhafa bráðabirgðaskírteina og fullnaðarskírteina sem hafa verið sviptir ökuréttindum eða sæta akstursbanni.

Sérstöku námskeiðin eru haldin í Skeifunni 11b, 2. hæð, í húsnæði Promennt.

Námskeiðin eru haldin á laugardögum kl. 10:30.

Næsta námskeið vegna sviptingar fullnaðarskírteinis hefst laugardaginn 11. mars 2023.

Námskeið vegna sviptingar fullnaðarskírteinis er tvær lotur, þrjár kennslustundir í senn og stendur frá kl. 10:30 - 13:00.

Akstursbannsámskeið vegna bráðabirgðaskírteinis er fjórar lotur, þrjár kennslustundir í senn og stendur frá kl. 10:30 - 13:00.

Athugið að til að námskeið sé haldið þarf lágmarksfjöldi þátttakenda að vera 6 en að hámarki komast 12 að á hverju námskeiði.

Þegar gengið hefur verið frá greiðslu námskeiðsgjalds hefur þú tryggt þér sæti á námskeiðinu.

Hægt er að skipta greiðslum á greiðslusíðunni t.d. með greiðslukorti, Netgíró eða Pei.

17.is býður viðskiptavinum sínum að kaupa undirbúningsökutíma fyrir verklegt próf ásamt leigu á prófbifreið, hægt er að kaupa þessa þjónustu um leið og námskeið er keypt og skipta greiðslum á sama hátt t.d. með greiðslukorti.

Hér má skoða námskrá fyrir sérstakt námskeið vegna bráðabirgðaskírteinis.

Hér má skoða námskrá fyrir sérstakt námskeið vegna fullnaðarskírteinis.

Þátttakendur fá aðgang að undirbúningsvef til undirbúnings fyrir skriflega- og verklega prófið og er aðgangurinn innifalinn í námskeiðsgjaldinu.

ATH! Þátttakendum býðst einstaklingsviðtal við ráðgjafa áður en námskeið hefst. Viðtalið fer þá fram gegnum síma eða fjarfundabúnað (Zoom) og er innifalið í námskeiðsgjaldinu. Athugið að viðtalið er valfrjálst hverjum og einum.

Þegar þú smellir á „Kaupa aðgang“ opnast valmöguleikar; hvort námskeiðið þú kaupir og líka hvort þú viljir kaupa hjá okkur aðstoð gegnum verklega prófið (með prófundirbúningi). Innifalið í hærra verðinu er undirbúningstími fyrir verklega prófið og leiga á kennslubifreið í verklega prófinu.