Spurningar og svör

Hvað þarf að gera áður en ökunám hefst?

Fyrsta skrefið er að velja sér ökukennara og ökuskóla og sækja í kjölfarið um námsheimild á island.is. Það er hægt að gera þegar umsækjandinn er orðinn 16 ára. Það þarf einnig að fara með passamynd á næstu skrifstofu sýslumanns.

Nemandinn þarf að hafa rafræn skilríki til að hægt sé að skila inn umsókn á island.is.

Ath. að ef nemandinn svarar spurningu 1, 2 eða 3 játandi á heilbrigðisyfirlýsingunni (sem er hluti umsóknarinnar) þarf hann að skila inn sjónvottorði með umsókninni. Muna eftir að taka með ljósmynd, hún er ekki tekin á staðnum!

Þá er tímabært að fara í fyrsta ökutímann og taka lotu 1 í ökuskóla 1.

Hér er listi yfir ökukennara.

Hver getur stundað nám hjá 17.is?

Allir ökunemar, hvar sem þeir búa, geta stundað nám hjá 17.is. Námskeiðin eru ætluð ökunemum sem læra á fólksbíl, bifhjól, létt bifhjól (skellinöðru) eða fólksbifreið með eftirvagni (BE). Hægt er að hlusta á námsefnið til að auðvelda lesblindum nemendum að tileinka sér kennsluefnið.

Skiptir máli hjá hvaða kennara ég er að læra?

Nei það skiptir engu máli, ökunemar eiga sjálfir að velja sér ökuskóla til að læra fræðilega hlutann.

Hér er listi yfir ökukennara.

Hvers vegna er 17.is ódýrari en aðrir ökuskólar?

17.is greiðir ekki þriðja aðila, t.d. ökukennara fyrir aðgang að nemendum eins og sumir skólar gera. Þess í stað bjóðum við öllum ökunemum betra verð án greiðslu til milliliða.

Hvenær má ég byrja?

Ef þú ætlar að taka bílpróf máttu hefja námið á 16 ára afmælisdaginn. Ef þú ætlar að læra á létt bifhjól (skellinöðru) máttu hefja námið þremur mánuðum fyrir 15 ára afmælið. Ef þú ætlar að læra á þungt bifhjól (A, A1 eða A2 réttindi) máttu hefja námið þremur mánuðum fyrir afmælisdaginn (17 fyrir A1, 19 fyrir A2 og 24 fyrir A).

Er 17.is jafn góður og aðrir ökuskólar?

Já. Samgöngustofa veitir ekki heimild fyrir rekstri ökuskóla nema að ströngum skilyrðum uppfylltum. Nemendur í fjarnámi hjá 17.is koma almennt mjög vel út úr skriflegum prófum hjá Frumherja. Þá sýna kannanir að nemendur okkar eru mjög ánægðir með námsefnið, kennsluna og framsetningu efnis en 17.is er eini ökuskólinn þar sem nemendum gefst kostur á að láta álit sitt í ljós í lok námskeið með því að skila inn nafnlausu námskeiðsmati.

Ökukennari nemandans fær upplýsingar um námsframvindu nemandans í fræðilega náminu jafn óðum að því marki sem lög um persónuvernd nr. 90/2018 heimila. Í því felst að ökukennarinn fær tölvupóst frá 17.is þegar nemandi lýkur lotu í náminu með upplýsingum um efnistök lotunnar. Þá fær ökukennarinn tölvupóst frá 17.is þegar nemandinn lýkur lokaprófi námskeiðs.

Hvernig er greitt fyrir námið?

Hægt er að greiða með öllum gerðum greiðslukorta, debit eða kredit og notum við örugga greiðslugátt hjá Rapyd (Valitor). Einnig er hægt að greiða með Netgíró, Pei eða með millifærslu af bankareikningi.

Hvernig fer námið fram?

Fræðilega námið fer fram á Netinu en verkleg kennsla fer fram hjá ökukennara. Bóklegu námskeiðin eru í 6 lotum og hægt er að taka eina lotu á dag, skv. reglum Samgöngustofu. Námskeiðin samanstanda af lesefni, myndum, myndböndum og verkefnum. Nemandi hefur 30 daga til að ljúka námskeiðinu en getur klárað það á sex dögum.

Hvers vegna þarf að skrá netfang forráðamanns við skráningu hjá 17.is?

Það er val hvers og eins hvort skráð sé netfang forráðamanns við skráningu hjá 17.is. Kosturinn við að skrá netfang forráðamanns er að þá fær forráðamaðurinn tölvupóst frá 17.is þegar nemandi lýkur lotu í skólanum. Í tölvupóstinum eru upplýsingar um efnistök lotunnar sem við mælum með að forráðamaður ræði við nemandann. Með því að fá nemandann til að segja frá hvað hann var að læra í lotunni festist efni lotunnar betur í minni.

Fylgir rafbók með námskeiðum 17.is?

Já, rafræn útgáfa kennslubókarinnar Út í umferðina fylgir ökuskóla 1, ökuskóla 1 og 2 (ef keyptir eru saman) og öllum pakkanum.

Hvenær og hvar get ég stundað nám hjá 17.is?

Nemandi sem hefur skráð sig í skólann getur stundað námið hvar sem er og hvenær sem er. Námið er stundað á Netinu og þarf nemandinn að hafa t.d. tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma með netaðgangi. Kennsluvefurinn okkar er fullkomlega samhæfður við öll snjalltæki!

Hvað gerist þegar ég lýk náminu? Hvernig kemst ég í æfingaakstur með leiðbeinanda?

Þegar nemandi í almennu ökunámi hefur lokið námskeiðinu fær hann senda staðfestingu stafrænu ökunámsbókina um að námi sé lokið. Sá sem lýkur námi fyrir A réttindi eða AM réttindi fær senda ökunámsbók með staðfestingu um að fræðilegum hluta náms sé lokið.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig nemandi í almennu ökunámi getur nálgast stafrænu ökunámsbókina sína.

Umsókn um æfingaakstur fyrir leiðbeinendur er einnig orðin rafræn. Þegar ökukennari hefur staðfest að ökunemi sé tilbúinn í æfingaakstur í ökunámsbók og ökuneminn hefur lokið ökuskóla 1 geta þeir sem vilja gerast leiðbeinendur farið inn á www.island.is/okunam  og fundið þar upplýsingar um æfingaakstur með leiðbeinanda og hlekk á umsókn.

Einnig má finna umsóknina á vef sýslumanna : https://island.is/umsoknir/aefingaakstur/

Ef umsækjandi uppfyllir skilyrði fyrir því að gerast leiðbeinandi fær hann leyfið sent beint í pósthólfið sitt á Mínum síðum á island.is og ökunemi fær einnig tilkynningu um að leiðbeinandi sé búin að skrá sig.  Þessu leyfi getur leiðbeinandinn framvísað ef lögregla fer fram á að fá að sjá leyfið.

Get ég fengið aðstoð?

Já. Þú getur alltaf haft samband við netökukennarann þinn hér hjá okkur, annað hvort með því að hringja í síma 793 1700 eða senda tölvupóst á [email protected]. Svo má ekki gleyma Facebook, alltaf hægt að senda okkur skilaboð á síðunni okkar þar.

Hvað er „Allur pakkinn“ og hvað er innifalið?

Við bjóðum nemendum upp á að kaupa „Allan pakkann“ hjá 17.is. Innifalið í pakkanum er:

  • 15 verklegar kennslustundir auk próftíma (16. tíminn)
  • Ökuskóli 1 hjá 17.is
  • Ökuskóli 2 hjá 17.is
  • Kennslubókin Út í umferðina (rafrænn aðgangur)
  • Æfingaakstursmerki

Hvað er ekki innifalið?

  • Verklegar kennslustundir umfram 15
  • Kennslubókin Út í umferðina (prentuð bók)
  • Gjald fyrir ökuskírteini sem greiðist til sýslumanns
  • Gjald fyrir mynd í ökuskírteinið
  • Gjald fyrir læknis/augnvottorð, ef þarf
  • Próftökugjöld sem greidd eru til Frumherja

Hægt er að skipta greiðlsum með greiðslukortum eða Netgíró.

Hvar fæ ég æfingaakstursmerkið / græna segulmerkið?

Æfingaakstursmerkið færðu sent í pósti þegar þú klárar ökuskóla 1 hjá 17.is.

Hjá okkur er líka hægt að kaupa auka merki, það kostar aðeins kr. 1.500,- með sendingarkostnaði.

Hentar 17.is fyrir adhd,- lesblinda,- eða nemendur með námsfrávik?

Já, 17.is hentar sérstaklega vel þessum hópum. Með innbyggðri vefþulu af fullkomnustu gerð frá ReadSpeaker er hægt að láta lesa allt námsefnið og jafnvel lita lesinn texta og bakgrunn. Þá er hægt að stýra hraða lestursins og stjórna eins og hentar hverjum og einum.

Rafbókin Út í umferðina er einnig með sömu vefþulu svo það er afar þægilegt að hlusta á hana óski nemandinn þess.

Ég ætla að kaupa kennslubók, prentaða. Hvernig nálgast ég hana?

Það er val hvers og eins nemanda hvort hann kaupi kennslubókina á útprentuðu formi / pappír. Þeir sem eru í almennu ökunámi geta keypt kennslubókina Út í umferðina en þeir sem læra á bifhjól geta keypt kennslubókina Að aka bifhjóli. Kennslubækur eru greiddar um leið og námskeiðsgjald er greitt.

Við sendum allar bækur á það heimilisfang (pósthús) sem nemandi hefur skráð í skólann. Gætið þess að nafn nemanda sé á póstkassa!

Sendingarkostnaður samkvæmt verðskrá Póstsins bætist við verð kennslubókar sem send er nemanda, sendingarkostnaður er greiddur þegar bók er sótt í pósthúsið. Hægt er að sækja kennslubókina, hafið samband við 17.is fyrir nánari upplýsingar.

Get ég skoðað námskeiðið á öðrum tungumálum?

Já, kennsluvefurinn okkar býður upp á tungumálaþýðingu á allt að 18 erlend tungumál.

Við bjóðum einnig upp á ökuskóla 1 og ökuskóla 2 á ensku og spænsku. Við bjóðum líka upp á bóklegt bifhjólanámskeið á pólsku.

Hvernig get ég undirbúið mig fyrir prófin?

Með því að tileinka þér námsefnið hjá 17.is. Verkefnin okkar eru sett upp með þeim hætti að þegar nemandinn endurtekur þau fær hann að hluta nýjar spurningar sem hjálpar honum að tileinka sér efnið.

Innskráðir nemendur hafa aðgang að Verkefnavef 17.is en þar er hægt að æfa sig fyrir skriflega prófið. Verkefnavefnum er skipt upp í A og B hluta og eru 15 spurningar í hvorum hluta. Við mælum með að verkefnin séu endurtekin því í hvert skipti sem nemandi endurtekur verkefnin hjá 17.is fær hann nýjar spurningar. Með þessari uppsetningu getur nemandinn einbeitt sér að hvorum hluta prófsins fyrir sig.

Í lok ökuskóla 2 hjá 17.is eru ítarlegar upplýsingar ásamt minnisblaði sem nemandinn getur prentað út eða vistað í tölvunni / símanum en þetta er greinargóður undirbúningur fyrir munnlega og verklega hluta bílprófsins.

Hvað er verkefnavefur 17.is?

Verkefnavefurinn okkar er aðgengilegur öllum nemendum, sama hjá hvaða ökuskóla þeir hafa verið í bóklega náminu.

Með því að kaupa aðgang að verkefnavef 17.is fær viðkomandi aðgang að spurningabanka sem er settur upp á sama hátt og skriflegu prófin hjá Frumherja. Við mælum með að endurtaka verkefnin aftur og aftur því kerfið okkar skiptir út spurningum í hvert skipti sem verkefni er endurtekið.

Verkefnavefurinn er í boði á íslensku, ensku, spænsku, pólsku og arabísku og 30 daga aðgangur kostar aðeins kr. 1.590,-

https://17.is/info/verkefnavefur-17is/

Ég þarf að komast í akstursmat, hvaða kennari getur bjargað því með mér?
Mig langar að læra á mótorhjól.

Þá ertu á réttum stað.

Fyrsta skrefið er að sækja um námsheimild/ökuskírteini hjá næsta sýslumanni. Eyðublaðið er hér.

Þú getur í raun byrjað 19 ára en þá færðu svokölluð A2 réttindi sem leyfa þér að keyra mótorhjól með afl allt að 48 hestöfl óháð rúmtaki vélar (cc). Þegar þú hefur haft A2 réttindi í tvö ár geturðu mætt aftur í verklegt próf og uppfært réttindin í A réttindi sem eru ótakmörkuð.

Allir sem byrja að læra 24 ára eða eldri geta fengið A réttindin.

Ef þú ert 17 - 19 ára er möguleiki á A1 réttindum en þau takmarkast við 125 rúmsentimetra vél.

Þú getur byrjað strax í dag, flestir byrja á að taka bóklega námskeiðið, klára það og taka svo bóklega prófið hjá Frumherja, fara svo í tímana til kennarans og svo beint í verklega prófið.

Skráning á bóklega námskeiðið er hér: https://17.is/buy/15/

Hvað er innifalið í „Allur pakkinn“ fyrir bifhjól?

Við bjóðum bifhjólanemum upp á að kaupa „Allan pakkann“ hjá 17.is. Innifalið í pakkanum er:

  • 11 verklegar kennslustundir auk próftíma (12. tíminn)
  • Bóklegt bifhjólanámskeið hjá 17.is

Hvað er ekki innifalið?

  • Verklegar kennslustundir umfram 11
  • Kennslubókin Að aka bifhjóli (valfrjálst)
  • Gjald fyrir ökuskírteini sem greiðist til sýslumanns
  • Gjald fyrir mynd í ökuskírteinið, ef þarf
  • Gjald fyrir læknis/augnvottorð, ef þarf
  • Próftökugjöld sem greidd eru til Frumherja

Hægt er að skipta greiðlsum með greiðslukortum eða Netgíró.

Kerrupróf, hvað þarf ég að gera?

Ef þú vilt taka eftirvagnaréttindi, svokölluð BE réttindi þarftu að byrja á að sækja um námsheimild / ökuskírteini hjá næsta sýslumanni.

Þú tekur svo að lágmarki fjórar verklegar kennslustundir þar sem þú ekur bíl með þungan eftirvagn. Þegar ökukennarinn telur að þú uppfyllir skilyrði til próftöku pantar hann tíma í verklegt próf sem er þríþætt, munnlegt próf, æfingar á plani og akstur í umferð.

17.is býður nemendum sínum ókeypis aðgang að undirbúningsnámskeiði sem er hugsað til undirbúnings fyrir prófdaginn.

Þá er hægt að kaupa verklega þjálfun hér á síðunni og opnast þá aðgangur að undirbúningsnámskeiðinu þegar gengið er frá greiðslu. Hægt er að skipta greiðslum með kreditkorti, Netgíró eða Pei.

Ef þú vilt kaupa verklega þjálfun til BE réttinda verður þú fyrst að hafa samband við 17.is.

Upplýsingar um skrifleg- og verkleg próf.

Frumherji er framkvæmdaaðili ökuprófa.

Skrifleg próf samanstanda af 50 spurningum með tveimur svarmöguleikum við hverri spurningu, rétt eða rangt.

  • Próftaki má ekki fá fleiri villur en 4.
  • Skrifleg próf er hægt að taka á hefðbundinn hátt (hámark 12 þátttakendur), sem lespróf (hámark fimm þátttakendur) eða sem einstaklingspróf (einn próftaki).
  • Lespróf eru ætluð lesblindum einstaklingum og/eða einstaklingum sem eru illa læsir eða ólæsir.
  • Einstaklingspróf eru ætluð lesblindum, illa- eða ólæsum eða próftaki á almennt erfitt með krossapróf (t.d. fullorðið fólk, fólk sem er óvant því að taka skrifleg próf, mjög óöruggt með sjálft sig, á mjög erfitt með að einbeita sér, er haldið einhverri þroskahömlun eða miklum prófkvíða).
  • Boðið er upp á túlkapróf ef skrifleg próf eru ekki til á tungumáli próftaka.
  • Boðið er upp á próf á eftirfarandi tungumálum fyrir B- réttindi: Íslensku, ensku, dönsku, norsku, pólsku, sænsku, spænsku, tælensku og arabísku.
  • Íslensku og ensku fyrir A- réttindi.
  • Íslensku fyrir AM, A1 og dráttarvéla réttindi.
  • Íslensku, ensku og pólsku fyrir aukin ökuréttindi.
  • Venjulega er það próftaki sem sér um að panta bóklega prófið á vefsíðu Frumherja eða á prof.is. Ef próftaki stenst ekki próf er hægt að panta strax nýjan próftíma en a.m.k. vika verður að líða á milli prófa. Skriflegt próf má taka mest tveimur mánuðum áður en próftaki hefur aldur til að öðlast ökuréttindi.

Verkleg próf,

Þegar próftaki hefur staðist skriflegt próf er heimilt að panta verklegt próf. Ökukennari sér um að panta próftímann. Ef próftaki stenst ekki próf er hægt að panta strax nýjan próftíma en a.m.k. vika verður að líða á milli prófa.

Hér eru upplýsingar um prófstaði.

Hér er verðskrá ökuprófadeildar Frumherja.

Ég var með bráðabirgðaskírteini og er í akstursbanni, hvað get ég gert?

Þá þarftu að sækja sérstakt námskeið vegna akstursbanns. Þú mátt sækja námskeiðið hvenær sem er á sviptingatímanum. Námskeiðið er fjórar lotur, kennt á laugardögum kl. 11:00 - 13:30.

17.is býður upp á vönduð námskeið og þátttakendur hafa val um að kaupa þjónustu okkar til undirbúnings fyrir verklega bílprófið. Þá fá þátttakendur aðgang að undirbúningsvef sem þeir geta nýtt fyrir skriflega prófið.

Nánari upplýsingar og skráning er hér.

Ég var með fullnaðarskírteini og missti prófið, hvað get ég gert?

Ef þú misstir prófið í 12 mánuði eða minna máttu sækja ökuskírteinið til sýslumanns að sviptingartíma loknum.

Ef þú misstir prófið í meira en 12 mánuði þarftu að sækja sérstakt námskeið sem er tvö skipti, þrjár kennslustundir í senn.

Ef þú misstir prófið ævilangt þá getur þú sótt um náðun frá ævilöngu sviptingunni þegar sviptingartími hefur staðið í a.m.k. fimm ár. Veiti lögreglustjóri náðun þarftu að sækja námskeið það sem lýst er hér að ofan. Athugið að það er ekki sjálfgefið að lögreglustjóri veiti náðun frá ævilangri sviptningu.

17.is býður upp á vönduð námskeið og þátttakendur hafa val um að kaupa þjónustu okkar til undirbúnings fyrir verklega bílprófið. Þá fá þátttakendur aðgang að undirbúningsvef sem þeir geta nýtt fyrir skriflega prófið.

Nánari upplýsingar og skráning er hér.

Aðgangur að verkefnavef 17.is fylgir við kaup á námskeiðum til B réttinda.