Um okkur

Ökuskóli 17.is hóf starfsemi árið 2008. Höfundur kennsluefnis er Sigurður Jónasson, ökukennari og lögreglumaður, og hefur hann margra ára reynslu af kennslu í ökuskólum og við gerð kennsluefnis. Sigurður hefur einnig annast kennslu í umferðarfræði, t.d. við Lögregluskóla ríkisins, við lögreglufræði í Háskólanum á Akureyri og í ökukennaranámi á vegum Háskóla Íslands. Þá annast hann einnig þjálfun lögreglumanna í forgangsakstri. Hann hefur um árabil verið einn af vinsælustu ökukennurum á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann hefur kennt á bifreið, bifhjól og létt bifhjól.

Bjarnþóra M. Pálsdóttir er ökukennari og starfar við skólann sem kennslufræðilegur ráðgjafi enda með mikla reynslu af ráðgjöf og kennslu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða fyrir ökumenn sem hafa sætt akstursbanni og Sigurður hefur að auki kennt á námskeiðum á vegum Ökukennarafélags Íslands sem ökukennarar og prófdómarar hafa sótt, haldið námskeið fyrir starfsfólk Vegagerðarinnar og svo mætti lengi telja. Starfsfólk Ökuskóla 17.is er með puttann á púlsinum, fylgist vel með breytingum og nýjungum og leggur metnað sinn í að veita afburða þjónustu.

Þau Sigurður og Bjarnþóra eru félagar í fagfélagi ökukennara, Ökukennarafélagi Íslands.

Starfsfólk

Sigurður Jónasson

Bjarnþóra M. Pálsdóttir