Spurningar og svör

Opna allt
Hvað þarf að gera áður en ökunám hefst?

Fyrsta skrefið er að velja sér ökukennara og ökuskóla og sækja í kjölfarið um námsheimild hjá næsta sýslumanni. Þar þarf að skila inn eyðublaði og greiða fyrir ökuskírteinið. Eyðublaðið er hér. Þá er tímabært að fara í fyrsta ökutímann og taka lotu 1 í ökuskóla 1.

Hér er listi yfir ökukennara.

Hver getur stundað nám hjá 17.is?

Allir ökunemar, hvar sem þeir búa, geta stundað nám hjá 17.is. Námskeiðin eru ætluð ökunemum sem læra á fólksbíl, bifhjól eða létt bifhjól (skellinöðru). Hægt er að hlusta á námsefnið til að auðvelda lesblindum nemendum að tileinka sér kennsluefnið.

Skiptir máli hjá hvaða kennara ég er að læra?

Nei það skiptir engu máli, ökunemar eiga sjálfir að velja sér ökuskóla til að læra fræðilega hlutann.

Hér er listi yfir ökukennara.

Hvers vegna er 17.is ódýrari en aðrir ökuskólar?

17.is greiðir ekki þriðja aðila, t.d. ökukennara fyrir aðgang að nemendum eins og flestir skólar gera. Þess í stað bjóðum við öllum ökunemum betra verð án greiðslu til milliliða.

Er 17.is jafn góður og aðrir ökuskólar?

Já. Samgöngustofa veitir ekki heimild fyrir rekstri ökuskóla nema að ströngum skilyrðum uppfylltum. Nemendur í fjarnámi hjá 17.is koma almennt mjög vel út úr skriflegum prófum hjá Frumherja. Þá sýna kannanir að nemendur okkar eru mjög ánægðir með námsefnið, kennsluna og framsetningu efnis.

Hvernig er greitt fyrir námið?

Hægt er að greiða með öllum gerðum greiðslukorta, debit eða kredit og notum við örugga greiðslugátt hjá Valitor. Einnig er hægt að greiða með Netgíró, Pay eða með millifærslu af bankareikningi.

Aur og Kass, ekkert mál! Þá sendir þú greiðsluna í síma 7784511 og sendir okkur svo annað hvort sms eða tölvupóst ([email protected]) með upplýsingum um fyrir hvað var verið að greiða.

Hvernig fer námið fram?

Námið fer fram á Netinu. Námskeiðin eru í 6 lotum og hægt er að taka eina lotu á dag, skv. reglum Samgöngustofu. Námskeiðin samanstanda af lesefni, myndum, myndböndum og verkefnum.

Hvenær og hvar get ég stundað nám hjá 17.is?

Nemandi sem hefur skráð sig í skólann getur stundað námið hvar sem er og hvenær sem er. Námið er stundað á Netinu og þarf nemandinn að hafa t.d. tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma með netaðgangi. Kennsluvefurinn okkar er fullkomlega samhæfður við öll snjalltæki!

Hvað gerist þegar ég lýk náminu?

Þegar nemandi hefur lokið námskeiðinu fær hann senda staðfestingu í pósti um að námi sé lokið. Staðfestingin er í formi límmiða sem á að líma í ökunámsbókina. Sá sem lýkur námi fyrir A réttindi eða AM réttindi fær senda ökunámsbók með staðfestingu um að fræðilegum hluta náms sé lokið.

Hvenær má ég byrja?

Ef þú ætlar að taka bílpróf máttu hefja námið á 16 ára afmælisdaginn. Ef þú ætlar að læra á létt bifhjól (skellinöðru) máttu hefja námið þremur mánuðum fyrir 15 ára afmælið. Ef þú ætlar að læra á þungt bifhjól (A, A1 eða A2 réttindi) máttu hefja námið þremur mánuðum fyrir afmælisdaginn (17 fyrir A1, 19 fyrir A2 og 24 fyrir A).

Get ég fengið aðstoð?

Já. Þú getur alltaf haft samband við netökukennarann þinn hér hjá okkur, annað hvort með því að hringja í síma 822 4166 eða senda tölvupóst á [email protected] Svo má ekki gleyma Facebook, alltaf hægt að senda okkur skilaboð á síðunni okkar þar.

Hvar fæ ég æfingaakstursmerkið / græna segulmerkið?

Æfingaakstursmerkið færðu sent í pósti þegar þú klárar ökuskóla 1 hjá 17.is.

Hjá okkur er líka hægt að kaupa auka merki, það kostar aðeins kr. 1.500,- með sendingarkostnaði.

Hentar 17.is fyrir adhd eða lesblinda nemendur?

Já, 17.is hentar sérstaklega vel þessum hópum. Hægt er að láta lesa allt námsefnið og jafnvel lita lesinn texta. Þá er hægt að stýra hraða lestursins.

Get ég skoðað námskeiðið á öðrum tungumálum?

Já, kennsluvefurinn okkar býður upp á tungumálaþýðingu á allt að 18 erlend tungumál.

Við bjóðum einnig upp á ökuskóla 1 og ökuskóla 2 á ensku. Við bjóðum líka upp á bóklegt bifhjólanámskeið á pólsku.

Ég þarf að komast í akstursmat, hvaða kennari getur bjargað því með mér?
Mig langar að læra á mótorhjól.

Þá ertu á réttum stað.

Þú getur í raun byrjað 19 ára en þá færðu svokölluð A2 réttindi sem leyfa þér að keyra mótorhjól með afl allt að 48 hestöfl óháð rúmtaki vélar (cc). Þegar þú hefur haft A2 réttindi í tvö ár geturðu mætt aftur í verklegt próf og uppfært réttindin í A réttindi sem eru ótakmörkuð.

Allir sem byrja að læra 24 ára eða eldri geta fengið A réttindin.

Ef þú ert 17 - 19 ára er möguleiki á A1 réttindum en þau takmarkast við 125 rúmsentimetra vél.

Þú getur byrjað strax í dag, flestir byrja á að taka bóklega námskeiðið, klára það og taka svo bóklega prófið hjá Frumherja, fara svo í tímana til kennarans og svo beint í verklega prófið.

Skráning á bóklega námskeiðið er hér: https://17.is/buy/15/