Stafrænar staðfestingar, umsókn um æfingaakstur!

Þann 15. mars, 2023 hætti 17.is að senda út límmiða til að líma í ökunámsbækur fyrir ökuskóla 1 og ökuskóla 2.

Umsókn um leyfi til æfingaaksturs með leiðbeinanda er einnig rafræn!

evgeny-tchebotarev-aiwuLjLPFnU-unsplash

Við sendum þess í stað rafræna staðfestingu beint í stafrænu ökunámsbókina svo nú er engin bið eftir staðfestingu með póstinum :)

Hér eru leiðbeiningar fyrir ökunema hvernig þeir finna stafrænu ökunámsbókina inni á island.is.

Umsókn um æfingaakstur fyrir leiðbeinendur er einnig rafræn. Þegar ökukennari hefur staðfest að ökunemi sé tilbúinn í æfingaakstur í ökunámsbók og ökuneminn hefur lokið ökuskóla 1 geta þeir sem vilja gerast leiðbeinendur farið inn á www.island.is/okunam  og fundið þar upplýsingar um æfingaakstur með leiðbeinanda og hlekk á umsókn.

Einnig má finna umsóknina á vef sýslumanna : https://island.is/umsoknir/aefingaakstur/

Ef umsækjandi uppfyllir skilyrði fyrir því að gerast leiðbeinandi fær hann leyfið sent beint í pósthólfið sitt á Mínum síðum á island.is og ökunemi fær einnig tilkynningu um að leiðbeinandi sé búin að skrá sig.  Þessu leyfi getur leiðbeinandinn framvísað ef lögregla fer fram á að fá að sjá leyfið.

Screenshot 2023-03-15 at 22.48.40

Nánari upplýsingar um stafrænt ferli ökunáms má finna á island.is

Meira af blogginu