Ljósin á bílnum

Ökuljós, tökum stöðuna

Það er skýrt í umferðarlögunum að við akstur eiga ökuljós alltaf að vera kveikt. Það þýðir að ljósin eiga að loga bæði að framan og að aftan.

Nú þegar haustar er mikilvægt að ökumenn kanni ástand ljósabúnaðar bíla sinna, læri á stillingar ljósanna en margir aka með ljósin stillt á sjálfvirka stillingu (auto) en sé það gert loga eingöngu dagljós að framan og bíllinn er ljóslaus að aftan - í dagsbirtu.

Það er ljóst að bíl sem ekið er með ökuljósin kveikt sést betur en sá sem er ljóslaus, líka í dagsbirtu.

Mundu að ef lögreglan stoppar þig fyrir þessa yfirsjón gætir þú þurft að greiða sekt, litlar 20.000,- krónur - fyrir það eitt að kveikja ekki ljósin.

Meira af blogginu