Munum eftir hliðarbilinu!

Reiðhjól eru notuð allt árið

max-adulyanukosol-1ClRB3EbqVo-unsplash.jpg

Notkun reiðhjóla í umferðinni árið um kring færist sífellt í aukana. Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar ekið er fram úr reiðhjóli sem notað er á akbraut er gerð krafa um að minnsta kosti 1,5 metra hliðarbil eins og segir í 23. grein umferðarlaganna:

Sá sem ekur fram úr öðru ökutæki skal hafa nægilegt hliðarbil milli ökutækis síns og þess sem ekið er fram úr. Sé ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil að lágmarki vera 1,5 metrar.

Meira af blogginu